Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. mars 2019 10:30
Hafliði Breiðfjörð
París
Arnór Sig: Frakkar munu stýra leiknum gegn okkur
Icelandair
Arnór í leiknum gegn Andorra á föstudaginn.
Arnór í leiknum gegn Andorra á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það verður mun erfiðari leikur gegn Frökkum en var gegn Andorra, en við verðum 100% klárir í þann leik," sagði landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson við Fótbolta.net en framundan er leikur við heimsmeistara Frakka í undankeppni EM allstaðar 2020 í kvöld.

Ísland vann 0-2 sigur á Andorra í fyrsta leiknum í undankeppninni á föstudaginn og þá var Arnór sem er 19 leikur með CSKA Moskva í Rússlandi í byrjunarliðinu.

„Það væri draumur að fá að spila við Heimsmeistarana," sagði Arnór en byrjunarliðið hefur ekki enn verið gefið út og það kemur í ljós 90 mínútum fyrir leik hvort hann byrji. Hann á þó von á öðruvísi leik en gegn Andorra

„„Við vissum að við myndum stjórna leiknum gegn Andorra en Frakkar munu stjórna leiknum gegn okkur. Við vitum hvernig þeir spila og við þurfum að falla mikið til baka. Það er öðruvísi leikur."
Athugasemdir
banner