Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fös 25. apríl 2025 14:42
Elvar Geir Magnússon
Amorim: Það vilja allir spila fyrir Man Utd
Mynd: EPA
Rúben Amorim segir að stærð Manchester United geri félagið að miklu aðdráttarafli fyrir leikmenn á félagaskiptamarkaðnum, þrátt fyrir að liðið sitji í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Sagt er að United sé nálægt því að tryggja sér brasilíska framherjann Matheus Cunha frá Wolves og þá hefur Liam Delap, sóknarmaður Ipswich, verið orðaður við félagið.

„Þetta er Manchester United. Allir leikmenn vilja spila fyrir Manchester United. Þegar þú horfir á félagið núna, með ýmis vandamál og nýbúið að ganga í gegnum stjóraskipti, lítur þetta ekki vel út. En við erum með skýra sýn og það er auðveldasti hlutinn að útskýra það fyrir leikmönnum," segir Amorim.

Amorim segir að áætlanir United fyrir næsta tímabil séu farnar að taka á sig mynd.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
4 Man City 34 18 7 9 66 43 +23 61
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 34 13 11 10 53 41 +12 50
11 Brentford 34 14 7 13 58 50 +8 49
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 34 12 5 17 51 61 -10 41
14 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
15 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner