Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
banner
   lau 25. maí 2019 19:13
Rögnvaldur Már Helgason
Jón: Hélt við værum að missa þetta
Fram ætlaði sér þrjú stig en fékk eitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, ég er ekki sáttur við stigið. Við ætluðum að koma og sækja þrjú stig hérna en þetta var niðurstaðan og við tökum því. Þetta var hörkuleikur og Magni gaf okkur góðan og erfiðan leik, við verðum að taka stigið og halda áfram," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram eftir jafntefli við Magna á Grenivík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Fram

„Maður hélt að við værum að missa þetta þar, líklega besta leiksins fyrir utan kannski það sem við skorum úr. Við erum með markmann og hann á að sjá um svona atvik, sem hann gerði frábærlega í þessu tilviki," sagði Jón um dauðafæri Magna undir lok leiksins þar sem Ólafur Íshólm gerði vel í markinu.

Einhverjir héldu því fram að boltinn hefði farið inn þegar Magni var nálægt því að skora sjálfsmark aldarinnar, eftir að Aron Elí missti boltann aftur fyrir sig í kjölfar mislukkaðrar hreinsunar Kristins Þórs.

„Mér fannst það, en línuvörðurinn átti aldrei séns í að vera í línu. Ef hann er í vafa þá dæmir hann það auðvitað ekki, maður verður að sætta sig við. Senterinn okkar heimtaði mark, en hann er senter og heimtar ýmislegt, ég sá þetta ekki," sagði Jón.
Athugasemdir
banner