Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   lau 25. maí 2019 19:13
Rögnvaldur Már Helgason
Jón: Hélt við værum að missa þetta
Fram ætlaði sér þrjú stig en fékk eitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, ég er ekki sáttur við stigið. Við ætluðum að koma og sækja þrjú stig hérna en þetta var niðurstaðan og við tökum því. Þetta var hörkuleikur og Magni gaf okkur góðan og erfiðan leik, við verðum að taka stigið og halda áfram," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram eftir jafntefli við Magna á Grenivík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Fram

„Maður hélt að við værum að missa þetta þar, líklega besta leiksins fyrir utan kannski það sem við skorum úr. Við erum með markmann og hann á að sjá um svona atvik, sem hann gerði frábærlega í þessu tilviki," sagði Jón um dauðafæri Magna undir lok leiksins þar sem Ólafur Íshólm gerði vel í markinu.

Einhverjir héldu því fram að boltinn hefði farið inn þegar Magni var nálægt því að skora sjálfsmark aldarinnar, eftir að Aron Elí missti boltann aftur fyrir sig í kjölfar mislukkaðrar hreinsunar Kristins Þórs.

„Mér fannst það, en línuvörðurinn átti aldrei séns í að vera í línu. Ef hann er í vafa þá dæmir hann það auðvitað ekki, maður verður að sætta sig við. Senterinn okkar heimtaði mark, en hann er senter og heimtar ýmislegt, ég sá þetta ekki," sagði Jón.
Athugasemdir
banner