Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   lau 25. maí 2019 19:13
Rögnvaldur Már Helgason
Jón: Hélt við værum að missa þetta
Fram ætlaði sér þrjú stig en fékk eitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, ég er ekki sáttur við stigið. Við ætluðum að koma og sækja þrjú stig hérna en þetta var niðurstaðan og við tökum því. Þetta var hörkuleikur og Magni gaf okkur góðan og erfiðan leik, við verðum að taka stigið og halda áfram," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram eftir jafntefli við Magna á Grenivík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Fram

„Maður hélt að við værum að missa þetta þar, líklega besta leiksins fyrir utan kannski það sem við skorum úr. Við erum með markmann og hann á að sjá um svona atvik, sem hann gerði frábærlega í þessu tilviki," sagði Jón um dauðafæri Magna undir lok leiksins þar sem Ólafur Íshólm gerði vel í markinu.

Einhverjir héldu því fram að boltinn hefði farið inn þegar Magni var nálægt því að skora sjálfsmark aldarinnar, eftir að Aron Elí missti boltann aftur fyrir sig í kjölfar mislukkaðrar hreinsunar Kristins Þórs.

„Mér fannst það, en línuvörðurinn átti aldrei séns í að vera í línu. Ef hann er í vafa þá dæmir hann það auðvitað ekki, maður verður að sætta sig við. Senterinn okkar heimtaði mark, en hann er senter og heimtar ýmislegt, ég sá þetta ekki," sagði Jón.
Athugasemdir
banner