banner
   mið 25. maí 2022 18:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Uppgjörið í enska - 12. sæti: Crystal Palace
Flott tímabil að baki hjá Crystal Palace.
Flott tímabil að baki hjá Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira stýrði Crystal Palace af mikilli snilld í vetur.
Patrick Vieira stýrði Crystal Palace af mikilli snilld í vetur.
Mynd: Getty Images
Conor Gallagher var frábær!
Conor Gallagher var frábær!
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha skilar alltaf sínu.
Wilfried Zaha skilar alltaf sínu.
Mynd: Getty Images
Vicente Guaita stóð vaktina vel í markinu.
Vicente Guaita stóð vaktina vel í markinu.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu verður tímabilið gert upp á næstu dögum á ýmsan máta. Næst á dagskrá er að fara yfir tímabilið hjá Crystal Palace sem kom inni í tímabilið með nýjan mann við stjórnvölin.

Crystal Palace réði nýjan mann í stjórastólinn fyrir tímabilið. Patrick nokkur Vieira mætti til leiks í sitt fyrsta stjórastarf í ensku úrvalsdeildinni. Væntingum var stillt í hóf fyrir tímabilið enda vissi kannski enginn við hverju væri að búast af Vieira, áður hafði hann stýrt Nice í Frakklandi.

Tímabilið byrjaði ekki vel, úr fyrstu þremur leikjum tímabilsins náðu lærisveinar Vieira í 2 stig. Fyrsti sigurinn kom svo í 4. umferð, þá unnu þeir Lundúnaslag gegn Tottenham, 3-0. Áfram héldu þeir að tína inn eitt og eitt stig með jafnteflum. Næsti sigur kom 30. október og það á mjög erfiðum útivelli gegn sjálfum Englandsmeisturunum. Þessum sterka útisigri fylgdi svo 2-0 sigur á Wolves. Stigasöfnunin gekk ágætlega í upphafi tímabils en það sem menn sáu strax var það að Vieira var búinn að setja sitt handbragð á liðið.

Crystal Palace var allt í einu orðið lið sem áhugavert var að fylgjast með spila. Í gegnum allt tímabilið töpuðu þeir aldrei mörgum í röð eða náðu að tengja saman marga sigurleiki. Þeir náðu þremur stigum í hús öðru hverju, einnig gerðu þeir 15 jafntefli, ekkert lið í deildinni gerði fleiri jafntefli á tímabilinu. Liðið tapaði 12 leikjum, til samanburðar er hægt að benda á að Arsenal í 5. sæti tapaði 13 leikjum og Manchester United í 6. sæti tapaði 12.

Palace-menn voru aldrei í fallhættu, Patrick Vieira sigldi skútunni örugglega í höfn á sínu fyrsta tímabili sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni. Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með áframhaldandi þróun Crystal Palace undir stjórn Vieira.

Besti leikmaður Crystal Palace á tímabilinu:
Conor Gallagher ungur og efnilegur Englendingur sem kom til Crystal Palace á láni frá Chelsea fyrir tímabilið. Átti heldur betur flott tímabil og var lykilmaður í liði Patrick Vieira. Því miður fyrir Vieira og Palace-menn er afar ólíklegt að Gallagher spili með þeim á næstu leiktíð. Gallagher skoraði átta mörk á tímabilinu ásamt því að leggja upp þrjú.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Wilfried Zaha: 14 mörk.
Conor Gallagher: 8 mörk.
Odsonne Édouard: 6 mörk.
Jean-Philippe Mateta: 5 mörk.
Christian Benteke: 4 mörk.
Jeffrey Schlupp: 4 mörk.
Jordan Ayew: 3 mörk.
Marc Guéhi: 2 mörk.
Michael Olise: 2 mörk.
Eberechi Eze: 1 mark.
James Tomkins: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Michael Olise: 5 stoðsendingar.
Joachim Andersen: 3 stoðsendingar.
Jordan Ayew: 3 stoðsendingar.
Odsonne Édouard: 3 stoðsendingar.
Conor Gallagher: 3 stoðsendingar.
James McArthur: 3 stoðsendingar.
Tyrick Mitchell: 2 stoðsendingar.
Christian Benteke: 1 stoðsending.
Nathaniel Clyne: 1 stoðsending.
Eberechi Eze: 1 stoðsending.
Marc Guéhi: 1 stoðsending.
Will Hughes: 1 stoðsending.
Cheikhou Kouyaté: 1 stoðsending.
Jean-Philippe Mateta: 1 stoðsending.
Jeffrey Schlupp: 1 stoðsending.
Wilfried Zaha: 1 stoðsending

Spilaðir leikir:
Marc Guéhi: 36 leikir.
Tyrick Mitchell: 36 leikir.
Joachim Andersen: 34 leikir.
Conor Gallagher: 34 leikir.
Wilfried Zaha: 33 leikir.
Jeffrey Schlupp: 32 leikir.
Jordan Ayew: 31 leikur.
Vicente Guaita: 30 leikir.
Odsonne Édouard: 28 leikir.
Joel Ward: 28 leikir.
Cheikhou Kouyaté: 27 leikir.
Michael Olise: 26 leikir.
Christian Benteke: 25 leikir.
Jean-Philippe Mateta: 22 leikir.
James McArthur: 21 leikur.
Nathaniel Clyne: 16 leikir.
Will Hughes: 16 leikir.
Luka Milivojevic: 15 leikir.
Eberechi Eze: 13 leikir.
Jack Butland: 9 leikir.
James Tomkins: 8 leikir.
Jairo Riedewald: 3 leikir.
Jesurun Rak-Sakyi: 2 leikir.
Nathan Ferguson: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Crystal Palace manna stóð vel í vetur. Liðið fékk á sig 46 mörk, sem er mjög fínt og sérstaklega gott í ljósi þess að liðið fékk á sig 66 mörk á síðasta tímabili. Liðið var með sjöundu bestu vörnina í úrvalsdeildinni í vetur. Enn einn punkturinn sem vottar fyrir flott tímabil Crystal Palace.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Það er að sjálfsögðu Wilfried Zaha, stendur alltaf fyrir sínu og skilar sínum mörkum. 150 stig fékk hann í vetur.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Crystal Palace fyrir tímabilið?
Fréttaritarar Fótbolta.net voru þremur sætum frá því að setja Palace-menn í rétt sæti. Í spánni voru þeir í 15. sæti en gerðu betur og enduðu í 12. sæti.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13. Brentford
14. Aston Villa
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner