Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   þri 25. júní 2019 22:39
Mist Rúnarsdóttir
Aníta Dögg: Giskaði á horn
Kvenaboltinn
Aníta Dögg varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0
Aníta Dögg varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með. Við ætluðum að vinna þennan leik og við kláruðum það,“ sagði markvörður FH, Aníta Dögg Guðmundsdóttir, eftir 2-1 sigur á grönnum sínum í Haukum. Sigurinn skýtur FH-ingum upp í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 FH

„Við ætluðum að hápressa og reyna að hræða þær strax, reyna að setja mark strax. Það kom ekki alveg strax en svo kom geggjað mark,“ svaraði Aníta aðspurð um uppleggið fyrir leik.

FH-ingum tókst vissulega að pressa stíft í byrjun en svo tók við kafli þar sem Haukar fengu þrjú dauðafæri. Meðal annars vítaspyrnu sem Anítu tókst að verja. Hvað fór í gegnum kollinn á henni þá?

„Ég varð að verja þetta! 0-0 staða og við megum ekki fá mark á okkur núna,“ sagði Aníta og viðurkenndi að hún hefði giskað á horn til að skutla sér í.

„Ég giskaði á horn. Hún var búin að horfa þangað,“ sagði Aníta, ánægð eftir sigurleikinn.

Nánar er rætt við markmanninn efnilega í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner