Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. júlí 2021 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Vieira að kaupa Andersen frá Lyon
Joachim Andersen í leik með Dönum á EM
Joachim Andersen í leik með Dönum á EM
Mynd: EPA
Danski landsliðsmaðurinn Joachim Andersen er að ganga til liðs við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann kemur frá Lyon. Þetta fullyrðir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Þessi 25 ára gamli varnarmaður var á láni hjá Fulham á síðustu leiktíð og heillaði mörg félög í úrvalsdeildinni.

Patrick Vieira tók við Palace á dögunum og vildi ólmur fá Andersen en félögin hafa verið í viðræðum um kaupverð síðustu daga.

Samkvæmt Romano hafa félögin náð samkomulagi en miðlar í Frakklandi og Danmörku greina frá því að kaupverðið sé í kringum 16 milljónir evra plús bónusgreiðslur.

Hann skrifar undir samning til 2026 og verða félagaskiptin tilkynnt á næstu dögum.

Þetta verða þriðju kaup Vieira en hann er nú þegar búinn að næla í Michael Olise frá Reading og Marc Guehi frá Chelsea.
Athugasemdir
banner