Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 25. ágúst 2024 23:44
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Víðir vann ÍH í sjö marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir 4 - 3 ÍH
1-0 Markús Máni Jónsson ('7 )
1-1 Gísli Þröstur Kristjánsson ('38 )
2-1 David Toro Jimenez ('46 )
2-2 Brynjar Jónasson ('64 )
3-2 Haraldur Smári Ingason ('74 )
4-2 Aron Freyr Róbertsson ('85 )
4-3 Brynjar Jónasson ('90 )

Víðir hafði betur gegn ÍH, 4-3, í spennuleik í 3. deild karla á Nesfisk-vellinum í Garði í dag.

Liðin skiptust á að skora. Markús Máni Jónsson kom heimamönnum á bragðið en Gísli Þröstur Kristjánsson jafnaði halftíma síðar. Staðan í hálfleik 1-1.

Í byrjun síðari kom David Toro Jimenez Víði í 2-1 en Brynjar Jónasson svaraði hálftíma fyrir leikslok.

Víðir, sem er í bullandi toppbaráttu, náði að bæta við tveimur mörkum á ellefu mínútum áður en Brynjar Jónasson gerði annað mark sitt og sárabótarmark fyrir gestina úr Hafnarfirði.

Toppbaráttan er gríðarlega spennandi í 3. deildinni. Viðir er í öðru sæti með 38 stig eins og Árbær sem er í þriðja sætinu, en þrjár umferðir eru eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner