Skagamenn taka á móti liði Breiðabliks á Elkem vellinum nú í dag en flautað verður til leiks klukkan 17:00. Mikið er undir fyrir bæði lið en Skagamenn geta tryggt sæti sitt í efri hluta deildarinnar með sigri sem og stimplað sig rækilega inn í baráttu um evrópusæti.
Lið Breiðabliks á hinn bóginn getur náð toppsætinu fái liðið stig í leiknum og þar með tekið frumkvæðið í toppbaráttu deildarinnar af Víkingum sem munu reyndar eiga leik til góða.
Lið Breiðabliks á hinn bóginn getur náð toppsætinu fái liðið stig í leiknum og þar með tekið frumkvæðið í toppbaráttu deildarinnar af Víkingum sem munu reyndar eiga leik til góða.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 2 Breiðablik
Hjá Skagamönnum fer Oliver Stefánsson úr byrjunarliðinu frá sigrinum á Víkingum. Inn í hans stað kemur Hlynur Sævar Jónsson.
Hjá Blikum fara þeir Damir Mumonvic, Kristinn Steindórsson úr byrjunarliði Blika frá sigrinum á Fram. Inn í þeirra stað koma Daniel Obbekjær og Viktor Karl Einarsson.
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
7. Haukur Andri Haraldsson
9. Viktor Jónsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman
Athugasemdir