Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   sun 25. ágúst 2024 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Kláruðu nýliðana í seinni hálfleik
St. Pauli 0 - 2 Heidenheim
0-1 Paul Wanner ('66 )
0-2 Jan Schoppner ('82 )

Heidenheim bar sigurorð af nýliðum St. Pauli, 2-0, í 1. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Nýliðarnir áttu eitt stærsta klúður umferðarinnar en það kom fjórum mínútum fyrir fyrra mark Heidenheim. Boltinn kom inn í teiginn og á Morgan Guilavogui sem var einn fyrir opnu marki, en hitti ekki boltann.

St. Pauli fékk annað færi til að skora en markvörðurinn varði og keyrðu leikmenn Heidenheim í hraða skyndisókn sem endaði hjá Paul Wanner. Hann komst hægra megin í teiginn og setti boltann örugglega í fjærhornið.

Jan Schoppner gerði annað markið á 82. mínútu af stuttu færi eftir hornspyrnu og þar við sat.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 1 1 0 0 6 0 +6 3
2 Eintracht Frankfurt 1 1 0 0 4 1 +3 3
3 Augsburg 1 1 0 0 3 1 +2 3
4 Wolfsburg 1 1 0 0 3 1 +2 3
5 Hoffenheim 1 1 0 0 2 1 +1 3
6 Union Berlin 1 1 0 0 2 1 +1 3
7 Köln 1 1 0 0 1 0 +1 3
8 Dortmund 1 0 1 0 3 3 0 1
9 St. Pauli 1 0 1 0 3 3 0 1
10 Gladbach 1 0 1 0 0 0 0 1
11 Hamburger 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Leverkusen 1 0 0 1 1 2 -1 0
13 Stuttgart 1 0 0 1 1 2 -1 0
14 Mainz 1 0 0 1 0 1 -1 0
15 Freiburg 1 0 0 1 1 3 -2 0
16 Heidenheim 1 0 0 1 1 3 -2 0
17 Werder 1 0 0 1 1 4 -3 0
18 RB Leipzig 1 0 0 1 0 6 -6 0
Athugasemdir