Brennan Johnson var rétt í þessu að koma Tottenham í 1-0 gegn Manchester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum í Manchester.
Man City hefur verið hættulegra liðið í fyrri hálfleiknum. Omar Marmoush er sá maður sem hefur komið sér í flest færi City-manna en farið illa með að minnsta kosti tvö þeirra.
Alsírski bakvörðurinn Rayan Ait Nouri fór meiddur af velli eftir rúmar tuttugu mínútur. Hann hafði fleygt sér í nokkrar tæklingar áður en hann fann fyrir verk í ökkla og nokkrum mínútum síðar var hann farinn af velli.
Tottenham hefur varist mjög vel í leiknum og beint skyndisóknum, en mark liðsins kom einmitt eftir lsíka. Pape Matar Sarr skallaði boltann í hlaupalínuna fyrir Richarlison sem setti hann meðfram grasinu og inn á Johnson sem skoraði.
Annað mark hans í deildinni en hann skoraði einnig í 3-0 sigrinum get Burnley um síðustu helgi.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir