Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 12:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhugi úr Bestu í vor en fór í Lengjudeildina - „Fékk góða tilfinningu"
Lengjudeildin
'Ég talaði við þjálfarann hér og formanninn og fékk góða tilfinningu fyrir félaginu og verkefninu'
'Ég talaði við þjálfarann hér og formanninn og fékk góða tilfinningu fyrir félaginu og verkefninu'
Mynd: Ármann Hinrik
Skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Þór.
Skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Þór.
Mynd: Þór
Marcel Römer og Greko hafa á ferlinum spilað 95 leiki saman, spiluðu saman bæði með Lyngby og SönderjyskE.
Marcel Römer og Greko hafa á ferlinum spilað 95 leiki saman, spiluðu saman bæði með Lyngby og SönderjyskE.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Christian „Greko" Jakobsen samdi í síðasta mánuði við Þór, skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2027. Greko er reynslumikill danskur leikmaður sem kom frá Hvidovre í dönsku B-deildinni.

Hann er fjölhæfur leikmaður sem hefur bæði spilað á kantinum og á miðjunni hjá Þórsurum. Frá komu hans eru Þórsarar ósigraðir í Lengjudeildinni. Greko ræddi við Fótbolta.net í gær í tilefni af toppslagnum gegn Njarðvík sem fram fer í Boganum í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:00.

„Ég hafði spilað allan minn feril í Danmörku, er orðinn 32 ára og hugsaði að það gæti verið gaman að spila erlendis. Ég talaði við þjálfarann hér og formanninn og fékk góða tilfinningu fyrir félaginu og verkefninu. Ég fékk líka góða tilfinningu fyrir bænum upp á að flytja með fjölskylduna hingað."

„Það voru viðræður, ég fékk góða tilfinningu og sú tilfinning var rétt miðað við hvernig þetta hefur verið,"
segir Greko.

Hann þekkir vel til Marcel Römer sem er að spila með grönnunum í KA. Þeir spiluðu saman með tveimur liðum í Danmörku.

„Ég talaði við hann i aðdragandanum, hann gat ekki sagt mér mjög mikið um félagið, en hann hafði séð leiki og sagði mér frá bænum sem var hjálplegt. Það er fínt að hafa hann hér, ég þekki hann frá Danmörku. Ég ræddi líka við nokkra aðra Dani sem spila á Íslandi, ég vann mína heimavinnu."

„Samband mitt og Marcel er gott, við höfum hist hérna á Akureyri, ég þekki hans fjölskyldu og hann mína sem er gott."


Fyrir gluggalok í vor hafði annað íslenskt félag áhuga á því að fá Greko í sínar raðir. Það félag er samkvæmt heimildum Fótbolta.net Afturelding í Bestu deildinni.

„Ég var að ræða við annað félag í apríl, en það gekk ekki upp því þá var ég á tímabili með mínu danska félagi. Ég gat svo farið núna í sumar."

„Maður veit aldrei í fótbolta, en þetta gæti verið mitt síðasta félag á ferlinum. Á mínum aldri ertu gamall leikmaður, en maður veit aldrei. Núna er ég ánægður og spái í framtíðinni seinna."

„Ég er hrifinn af bænum, ég kom með fjölskylduna með mér og þetta er mjög vinalegur staður. Fínn bær,"
segir Greko.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 18 10 7 1 42 - 19 +23 37
2.    Þór 18 11 3 4 42 - 25 +17 36
3.    Þróttur R. 18 10 5 3 36 - 28 +8 35
4.    ÍR 18 9 6 3 31 - 19 +12 33
5.    HK 18 9 4 5 32 - 24 +8 31
6.    Keflavík 18 8 4 6 38 - 31 +7 28
7.    Völsungur 18 5 4 9 30 - 40 -10 19
8.    Grindavík 18 5 3 10 35 - 51 -16 18
9.    Selfoss 18 5 1 12 20 - 34 -14 16
10.    Leiknir R. 18 4 4 10 18 - 35 -17 16
11.    Fjölnir 18 3 6 9 28 - 42 -14 15
12.    Fylkir 18 3 5 10 25 - 29 -4 14
Athugasemdir
banner
banner