Sádi-arabíska félagið Al Ittihad hefur lagt fram 75 milljóna evra tilboð í hinn 18 ára gamla Rodrigo Mora sem er á mála hjá Porto í Portúgal, en þetta segir Record í dag og tekur Fabrizio Romano undir fréttirnar.
Mora er efnilegasti leikmaður Porto og verið orðaður við stórlið í Evrópu en ferill hans virðist vera á leið í allt aðra átt.
Al Ittihad er komið í viðræður við Porto um Mora. Hann er með 70 milljóna evra kaupákvæði í samningnum, en sádi-arabíska félagið ætlar að gera betur og borga 75 milljónir evra.
Félagið ræðir nú við Porto um greiðslufyrirkomulag, en það verður að segjast að þetta sé óvænt skref fyrir Mora sem hefur komið að fimmtán mörkum í 36 leikjum sínum með aðalliði Porto.
Jorge Mendes, sem er í hópi með stærstu umboðsmönnum heims, sér um viðræðurnar fyrir hönd Mora.
Þetta verður að teljast áhyggjuefni fyrir framtíð Mora. Þetta er í annað sinn sem sádi-arabísku félögin ná að stela efnilegum leikmanni frá Porto, en Gabri Veiga frá eftirminnilega frá Celta Vigo til Al Ahli árið 2023 þrátt fyrir áhuga stórliða í Evrópu.
Veiga, sem er 23 ára, er kominn aftur í Evrópuboltann en hann gekk í raðir Porto í sumar fyrir 15 milljónir evra.
Athugasemdir