Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. september 2021 20:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo meistari með þriðja liðinu - Trúði ekki að hann væri á lausu
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, segir að Pablo Punyed hafi verið púslið sem hafi vantað inn á miðju liðsins.

Pablo kom til Víkings frá KR fyrir tímabilið og varð hann í dag Íslandsmeistari með þriðja liðinu á Íslandi; Stjörnunni, KR og núna Víkingi. Pablo var lykilmaður hjá Víkingum í sumar.

Arnar sagði í samtali við Stöð 2 Sport að hann hefði ekki trúað því að Pablo væri á lausu fyrir tímabilið.

„Ég trúði því ekki að hann væri á lausu, ég neitaði að trúa því," sagði Arnar.

„Þessi mikli meistari, með alla þessa titla og sigurhefð, og þar fyrir utan góður í fótbolta; ég neitaði að trúa að hann væri á lausu. Við stukkum á hann. Sem betur fer náðum við að heilla hann með okkar hugmyndafræði."

„Hann var þetta púsluspil sem vantaði. Við vorum með unga miðju í fyrra og hitt í fyrra. Okkur vantaði reynslubolta á miðjuna. Hann fór fram úr væntingum, bæði hversu góður leikmaður hann er og hversu sterkur leiðtogi hann er í klefanum á sinn rólega og þægilega hátt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner