Færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar er búinn að eiga hreint frábært sumar með Víkingi og verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins. En hvernig er hann utan vallar?
Halldór Smári Sigurðsson samherji hans var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn og fékk þessa spurningu.
Halldór Smári Sigurðsson samherji hans var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn og fékk þessa spurningu.
„Hann kemur úr einhverjum 800 manna bæ (Leirvík í Færeyjum) og hefur aldrei farið þaðan nema í landsliðsverkefni, hann hefur aldrei farið erlendis í skemmtiferð eða neitt," segir Halldór Smári.
„Það eru engin umferðarljós þar sem hann býr og honum fannst umferðin hérna gjörsamlega rugluð þegar hann kom hingað. Hann eiginlega treysti sér ekki til að keyra."
„Þetta er geggjuð týpa. Hann er leikskólakennari, rosalega heimakær og allt öðruvísi týpa en flestir í klefanum. Hann er geggjaður."
Gunnar kom til Víkings fyrir tímabilið eftir meiðsli Kyle McLagan. Hann hefur smellpassað í lið Víkings og leyst hlutverk bæði sem miðvörður og miðjumaður.
„Arnar (Gunnlaugsson) var að horfa á þetta með Gunnar eins og City hefur verið að gera með Stones þegar hann fer á miðjuna. Honum vantaði einhvern í þetta. Gunni spilaði á miðju hjá Viking í Færeyjum en getur leyst hafsentinn líka. Þetta passaði vel og var stór þáttur í því að Arnar tekur hann og þetta hefur svínvirkað. Hann hefur verið frábær og er rosalega flottur strákur. Ekki bara flottur í fótbolta heldur frábær náungi," segir Halldór Smári.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir