Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 11:10
Mate Dalmay
Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar - Blaðamannafundur í BEINNI HÉR
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar fer fram á laugardaginn. Þar eigast við HK og Keflavík á Laugardalsvelli. Liðið sem ber sigur úr býtum tryggir sér sæti í Bestu-deild karla á næsta tímabili.

Blaðamannafundur fyrir leikinn hefst klukkan 12:00, þar sem Hermann Hreiðarsson og Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfarar liðanna ásamt leikmönnum beggja liða munu sitja fyrir svörum.

HK hafnaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar en Keflavík í því fimmta. Keflvíkingar eru með reynsluna úr þessum leik en þeir töpuðu naumlega fyrir Aftureldingu á Laugardalsvelli fyrir ári síðan.

Fundurinn er í opnu streymi og má sjá hér fyrir neðan.

       

     


Athugasemdir
banner