Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurpáll Melberg meiddist á æfingu og gæti verið alvarlega meiddur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurpáll Melberg Pálsson, varnarmaður Aftureldingar, meiddist á æfingu á dögunum og gæti verið alvarlega meiddur. Hann er á leið í myndatöku vegna hnémeiðsla.

Sigurpáll er 29 ára og hefur komið við sögu í tólf leikjum með Aftureldingu í Bestu deildinni.

Framundan er leikur Aftureldingar og KA og Fótbolti.net ræddi við Magnús Má Einarsson, þjálfara Afturedlingar, í aðdraganda leiksins. Hann var spurður út í stöðuna á leikmannahópnum.

„Oliver (Sigurjónsson) og Sævar (Atli Hugason) hafa verið á meiðslalistanum en eru byrjaðir að æfa og við sjáum betur stöðuna á þeim dagana fram að leik," segir Maggi.

„Því miður meiddist Sigurpáll Melberg á hné á æfingu í vikunni. Hann er á leið í myndatöku og það eina sem við getum gert er að vona það besta og að hann verði ekki lengi frá."

Leikur Aftureldingar og KA fer fram á Malbikstöðinni að Varmá á sunnudag. Flautað verður til leiks klukkan 16:00. Afturelding er í botnsæti deildarinnar en KA er í 7. sæti.
Athugasemdir
banner