Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   sun 25. október 2020 18:22
Ívan Guðjón Baldursson
England: Newcastle stal stigi á Molineux
Wolves 1 - 1 Newcastle
1-0 Raul Jimenez ('80)
1-1 Jacob Murphy ('89)

Wolves fékk Newcastle í heimsókn í enska boltanum í dag og var staðan markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik.

Úlfarnir tóku öll völd á vellinum eftir leikhlé en áttu í erfiðleikum að brjóta sér leið í gegnum fimm manna varnarlínu gestanna.

Eftir nokkur fín færi tókst Raul Jimenez að koma knettinum í netið á 80. mínútu. Hann skoraði með flottu skoti utan teigs þar sem hann smellhitti skoppandi knöttinn. Karl Darlow náði að setja hendi í boltann en skotið var of fast. Hann hefði mögulega átt að gera betur þarna.

Newcastle hafði ekki sýnt lit stærstan hluta síðari hálfleiks en bakvörðurinn Jacob Murphy náði að koma knettinum í netið á lokamínútunum með marki beint úr aukaspyrnu. Rui Patricio hefði mögulega mátt gera betur á milli stanganna.

Úlfunum tókst ekki að gera sigurmark í uppbótartíma og fara þeir heim sárir að leikslokum. Þeim mun eflaust líða eins og þetta séu tvö töpuð stig eftir að hafa verið við stjórn stærstan hluta leiksins.

Úlfarnir eru komnir með 10 stig eftir 6 umferðir. Newcastle er með 8 stig.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
3 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
9 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
10 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
11 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
12 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
13 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
14 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner