Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   sun 25. október 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Hægt að búast við markasúpu í Benevento
Það eru fimm leikir sem fara fram í efstu deild ítalska boltans í dag og verða þeir allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og Sport 4.

Cagliari mætir nýliðum Crotone í hádeginu áður en Napoli heimsækir skemmtilega nýliða Benevento. Þar má búast við miklum markaleik enda hafa liðin skorað samtals 20 mörk á leiktíðinni.

Gennaro Gattuso er við stjórnvölinn hjá Napoli og mætir hann Filippo Inzaghi, sínum fyrrum liðsfélaga hjá AC Milan, í dag en hann hefur verið að gera frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Benevento og rúllaði yfir Serie B á síðustu leiktíð.

Parma og Spezia eigast svo við áður en Fiorentina tekur á móti Udinese. Að lokum eiga Ítalíumeistarar Juventus heimaleik við Verona, sem er aðeins búið að fá eitt mark á sig á upphafi tímabils.

Það hefur verið skorað ótrúlegt magn marka á upphafi nýs tímabils, þau eru 152 talsins í 41 leik.

Leikir dagsins:
11:30 Cagliari - Crotone (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Benevento - Napoli (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Parma - Spezia (Stöð 2 Sport 4)
17:00 Fiorentina - Udinese (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Juventus - Verona (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
2 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
3 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
10 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner