Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. október 2021 10:42
Elvar Geir Magnússon
Solskjær fór til stuðningsmanna fyrir utan Old Trafford
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist vera kominn of langt til að gefast upp en United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford.

Sjá einnig:
Solskjær kveðst vera kominn of langt til að gefast upp

„Þetta er okkar dekksti dagur frá því ég tók við," sagði Solskjær eftir leikinn en þrátt fyrir þennan dökka dag þá gaf hann sér tíu mínútur fyrir utan leikvanginn til að spjalla við þá stuðningsmenn sem þar voru samankomnir.

Íþróttafréttmaðurinn Rob Harris var á staðnum og segist aðeins hafa orðið var við stuðning en Solskjær hafi sloppið við allt neikvætt áreiti á meðan hann gaf áritanir og bolamyndir.

Öll spjót hafa beinst að Solskjær eftir tapið, meðal annars frá Chris Sutton sem er sparkspekingur BBC.

„Ole Gunnar Solskjær hefur fengið öll þau vopn sem hann vildi fyrir tímabilið. Við höfum talað máli Solskjær en nú eru liðin næstum því þrjú ár. Með leikmannakaupum sumarsins hélt maður að þeir myndu berjast um titilinn en þetta hefur farið í allt aðra átt. Hann þarf að fara, er það ekki ljóst?" segir Sutton.


Athugasemdir
banner
banner