Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. október 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Ungur Njarðvíkingur skoraði tvö fyrir OB í Danmörku
Mynd: Aðsend
Freysteinn Ingi Guðnason 14 ára leikmaður Njarðvíkur var nýlega í vikuheimsókn hjá danska liðinu OB. Eftir góða frammistöðu á Íslandsmótinu og á ReyCup fékk leikmaðurinn tækifæri á að heimsækja OB og æfa með U15 liði félagsins í viku.

Unglingastarfið hjá OB er þekkt fyrir gæði og góðan árangur og er OB U15 meðal annars ríkjandi danskir meistarar. Freysteinn Ingi spilaði jafnframt leik með U15 ára liðinu þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-1 sigri liðsins.

Í framhaldi af dvölinni hjá OB hefur leikmanninum verið boðið að taka þátt í æfinga- og keppnisferð liðsins til Þýskalands síðar í vetur.

Fyrir hjá OB eru tveir íslenskir leikmenn, þeir Elvar Örn Guðmundsson sem leikur með OB U17 og Aron Elís Þrándarson sem leikur með aðalliði félagsins.

Highlights frá ReyCup.
Athugasemdir
banner
banner