Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. október 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vardy fann fyrir eymslum í upphitun - Engir sénsar teknir
Jamie Vardy
Jamie Vardy
Mynd: EPA
Jamie Vardy, framherji Leicester, fór af velli í hálfleik gegn Brentford í gær. Ástæaðan fyrir því eru eymsli í hné sem hann hafði fundið fyrir í upphitun.

„Hann fann fyrir einhverju í upphitun, eitthvað í hnénu en honum leið nógu vel til að spila," sagði Rodgers.

„Það sást að hann var ekki að hreyfa sig eins og hann er vanur og það var engin ástæða til að taka neina sénsa með því að spila honum lengur. Við ákváðum að hvíla hann og setja Patson Daka inn. Við munum skoða hann aftur á morgun (í dag)," sagði Rodgers.

Vardy gæti verið með í deildabikarnum gegn Brighton eða þá í næsta deildarleik um næstu helgi gegn Arsenal.

Fantasy eigendur voru að vonast eftir einhverju frá Vardy um helgina en hann var langmest keypti leikmaðurinn fyrir síðustu umferð. Það hafa því eflaust einhverjir orðið pirraðir þegar Vardy fór af velli í hálfleik án þess að hafa komið að marki.

Lokatölur í gær urðu 1-2 fyrir Leicester þar sem þeir Youri Tielemans og James Maddison sáu um markaskorun gestanna.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner