Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. nóvember 2021 19:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Ísak Bergmann með stórleik - Tottenham tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið um að vera í Sambandsdeildinni í dag. Ísak Bergmann átti stórleik fyrir FC Kaupmannahöfn og mikil dramatík fyrir lokaumferðina í riðli Tottenham.

FCK vann öruggan 4-0 sigur gegn Lincoln Red Imps frá Gíbraltar. Ísak kom danska liðinu yfir strax á 5. mínútu en hann fylgdi eftir tilraun frá Hákoni Arnari Haraldssyni.

Danska félagið bætti öðru marki við stuttu síðar og þannig var staðan í hálfleik. Ísak lagði síðan upp tvö mörk í síðari hálfleik. FCK er því komið í 8 liða úrslit.

Tottenham fór illa að ráði sínu í Slóveníu er liðið mætti Mura. Heimamenn komust yfir strax á 11. mínútu. Tottenham átti sitt fyrsta skot á markið er Son átti góðan sprett eftir tæplega klukkutíma leik.

Harry Kane náði að jafna metin á 72. mínútu en Marosa leikmaður Mura gerði sér lítið fyrir og tryggði liðinu sigur með marki á lokasekúndum leiksins.

Með tapinu í kvöld getur Tottenham ekki unnið riðilinn. Tottenham mætir toppliði Rennes í lokaumferðinni en liðið þarf að vinna og treysta á að Mura nái í stig gegn Vitesse til að komast í 16 liða úrslit.

Öll úrslit í Sambandsdeildinni má sjá hér að neðan.

Rennes 3 - 3 Vitesse
1-0 Gaetan Laborde ('9 )
2-0 Gaetan Laborde ('39 )
2-1 Daan Huisman ('43 )
3-1 Gaetan Laborde ('69 )
3-2 Thomas Buitink ('75 )
3-3 Lois Openda ('90 )

Mura 2 - 1 Tottenham
1-0 Tomi Horvat ('11 )
1-1 Harry Kane ('72 )
2-1 Amadej Marosa ('90 )
Rautt spjald: Ryan Sessegnon, Tottenham ('32)

Slovan 0 - 0 PAOK

Lincoln 0 - 4 FC Kobenhavn
0-1 Isak Bergmann Johanneson ('5 )
0-2 Lukas Lerager ('7 )
0-3 William Boving ('63 )
0-4 Rasmus Winther Hojlund ('73 )

Slavia Praha 2 - 2 Feyenoord
1-0 Peter Olayinka ('12 )
1-1 Cyriel Dessers ('31 )
2-1 Jan Kuchta ('66 )
2-2 Cyriel Dessers ('90 )
Rautt spjald: Guus Til, Feyenoord ('36)

Maccabi Haifa 0 - 1 Union Berlin
0-1 Julian Ryerson ('66 )

Flora 1 - 0 Partizan
1-0 Martin Miller ('44 )

HJK Helsinki 1 - 0 Alashkert
1-0 Atomu Tanaka ('48 )
Athugasemdir
banner