sun 26. janúar 2020 09:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Fjórir sigrar í fjórum leikjum hjá KR
Óskar Örn skoraði tvennu.
Óskar Örn skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 0 - 4 KR
0-1 Aron Bjarki Jósepsson ('28, víti)
0-2 Óskar Örn Hauksson ('59)
0-3 Óskar Örn Hauksson ('65)
0-4 Helgi Freyr Þorsteinsson ('82, sjálfsmark)

KR tryggði sér sigur í A-riðli Reykjavíkurmóts karla með öruggum sigri á ÍR í gær.

Aron Bjarki Jósepsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Íslandsmeistarana. Í hálfleik gerði KR fimm skiptingar og var Óskar Örn Hauksson einn af þeim sem komu inn á.

Óskar Örn, sem hefur verið að glíma við meiðsli, var ekki lengi að láta til sín taka. Hann skoraði á 59. mínútu, og bætti við öðru marki sínu á 65. mínútu. KR vann að lokum 4-0, en síðasta mark leiksins var sjálfsmark hjá Helga Frey, markverði ÍR.

KR endar riðilinn með fullt hús stiga, en liðið var búið að tryggja sig í undanúrslit fyrir leikinn í gær. ÍR endar riðilinn með þrjú stig og er ekki á leið í undanúrslit.

Smelltu hér til að skoða skýrslu KSÍ frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner