Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. febrúar 2019 21:56
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn: ÍA slátraði bikarmeisturum Stjörnunnar
Þórður Þorsteinn Þórðarson var meðal markaskorara í kvöld.
Þórður Þorsteinn Þórðarson var meðal markaskorara í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll og lærisveinar fengu vandræðalegan skell.
Rúnar Páll og lærisveinar fengu vandræðalegan skell.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 0 - 6 ÍA
0-1 Gonzalo Zamorano ('14)
0-2 Sjálfsmark, Þórarinn Ingi Valdimarsson ('30)
0-3 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('42)
0-4 Viktor Jónsson ('64)
0-5 Gonzalo Zamorano ('84)
0-6 Gonzalo Zamorano ('90)

Stjarnan og ÍA mættust í Lengjubikarnum í kvöld. Leikið var í Kórnum og urðu úrslitin heldr betur áhugaverð!

Skagamenn, sem hafa verið flottir á undirbúningstímabilinu, léku sér að bikarmeisturum Stjörnunnar. Spánverjinn Gonzalo Zamorano braut ísinn á 14. mínútu þegar hann stakk Brynjar Gauta Guðjónsson af og kláraði snyrtilega.

Á 30. mínútu tvöfaldaði ÍA forystuna þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir samspil Viktors Jónssonar og Zamorano.

Þórður Þorsteinn Þórðarson sá til þess að ÍA var þremur mörkum yfir í hálfleik. Hann skorað með föstu skoti eftir að vörn Stjörnunnar galopnaðist.

Í seinni hálfleik skoraði Viktor eftir ótrúlegan vandræðagang í Stjörnuvörninni, sem var hreinlega ömurleg í kvöld. Zamorano, sem ÍA fékk frá Víkingi Ólafsvík, bætti við tveimur mörkum til viðbótar og innsiglaði þrennu sína og 6-0 sigur ÍA.

Hinn 15 ára Hákon Arnar Haraldsson kom inn sem varamaður og lagði upp síðustu tvö mörk ÍA.

Spennandi verður að fylgjast með Skagamönnum, sem eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni, á komandi sumri. Þeir hafa unnið báða leiki sína í Lengjubikarnum en Stjarnan er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Guðjón Orri Sigurjónsson (m); Brynjar Gauti Guðjónsson, Jósef Kristinn Jósefsson, Guðjón Baldvinsson, Daníel Laxdal, Hilmar Árni Halldórsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Ævar Ingi Jóhannesson, Eyjólfur Héðinsson (f), Elís Rafn Björnsson, Alex Þór Hauksson.

Byrjunarlið ÍA: Árni Snær Ólafsson (m/f); Hörður Ingi Gunnarsson, Einar Logi Einarsson, Hallur Flosason, Viktor Jónsson, Arnar Már Guðjónsson Gonzalo Zamorano, Stefán Teitur Þórðarson, Bjarki Steinn Bjarkason, Óttar Bjarni Guðmundsson, Þórður Þorsteinn Þórðarson.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner