Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 26. mars 2023 16:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane fékk viðurkenningu fyrir leikinn gegn Úkraínu

Harry Kane varð markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi á dögunum. Hann hefur skorað 54 mörk í landsliðsbúningnum.


Hann bætti met Wayne Rooney þegar hann skoraði seinna mark liðsins gegn Ítalíu úr vítaspyrnu á fimmtudaginn.

Liðið er að spila þessa stundina gegn Úkraínu á Wembley en Kane fékk viðurkenningu fyrir leikinn.

Hann fékk gullskó fyrir að vera markahæstur í sögunni. Eins og fyrr segir er hann kominn með 54 mörk og á að öllum líkindum eftir að bæta vel í safnið.


Athugasemdir
banner
banner