Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 26. maí 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Moreno gæti misst af byrjun næsta tímabils
Mynd: Getty Images
Alex Moreno, varnarmaður Aston Villa, gæti misst af byrjun næsta tímabils í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna meiðsla aftan í læri.

Spænski varnarmaðurinn er 29 ára og fór meiddur af velli í 1-1 jafntefli gegn Liverpool á laugardag.

„Hann verður frá í tvo til þrjá mánuði. Hann ætti að snúa aftur snemma í ágúst," segir Unai Emery, stjóri Aston Villa en næsta tímabil hefst 12. ágúst.

Moreno gekk í raðir Villa fyrir 13,2 milljónir punda frá Real Betis í janúar og hefur spilað nítján sinnum í ensku úrvalsdeildinni.

Aston Villa mætir Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag og tryggir sér sæti í Sambandsdeildinni með sigri.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 7 6 0 1 17 5 +12 18
2 Tottenham 7 5 2 0 17 8 +9 17
3 Arsenal 7 5 2 0 15 6 +9 17
4 Liverpool 7 5 1 1 16 7 +9 16
5 Aston Villa 7 5 0 2 18 11 +7 15
6 Brighton 7 5 0 2 19 14 +5 15
7 West Ham 7 4 1 2 13 10 +3 13
8 Newcastle 7 4 0 3 18 7 +11 12
9 Crystal Palace 7 3 2 2 7 7 0 11
10 Man Utd 7 3 0 4 7 11 -4 9
11 Chelsea 7 2 2 3 7 6 +1 8
12 Nott. Forest 7 2 2 3 8 10 -2 8
13 Fulham 7 2 2 3 5 12 -7 8
14 Brentford 7 1 4 2 10 10 0 7
15 Wolves 7 2 1 4 8 13 -5 7
16 Everton 7 1 1 5 6 12 -6 4
17 Luton 6 1 1 4 5 12 -7 4
18 Bournemouth 7 0 3 4 5 15 -10 3
19 Burnley 6 0 1 5 4 15 -11 1
20 Sheffield Utd 7 0 1 6 5 19 -14 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner