Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 26. júní 2019 11:39
Elvar Geir Magnússon
Victor Lindelöf á blaði hjá Barcelona
Victor Lindelöf, varnarmaður Manchester United, er á blaði hjá Barcelona. El Mundo Deportivo greinir frá þessu.

Sagt er að Börsungar vilji Lindelöf ef félaginu tekst ekki að landa Matthijs de Ligt frá Ajax.

Paris St-Germain gerir allt til að fá hinn 19 ára De Ligt sem hefur verið fyrirliði Ajax.

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, flaug til Amsterdam til að reyna að sannfæra De Ligt. Líkt og hann gerði með Frenkie de Jong.

Lindelöf er 24 ára og átti gott tímabil með Manchester United síðasta vetur.
Athugasemdir
banner
banner