Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. júlí 2021 19:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Látum hann spila eins lengi og hann hefur kraft"
Kristján Flóki byrjar fremstur hjá KR í kvöld.
Kristján Flóki byrjar fremstur hjá KR í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær breytingar eru á byrjunarliði KR frá síðasta deildarleik. Kjartan Henry Finnbogason tekur út leikbann og Ægir Jarl Jónasson tekur sér sæti á bekknum. KR mætir Fylki í 14. umferð Pepsi Max-deildarinnar og hefst leikurinn klukkan 19:15.

Inn í liðið koma þeir Theódór Elmar Bjarnason og Stefán Árni Geirsson. Rúnar Kristinsson var spurður hvernig uppleggið hjá KR væri í leiknum í kvöld með þessar breytingar í huga.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

„Við þurfum að koma Flóka upp í senterinn af því að Kjartan er í banni. Það er staðan hans Flóka, hann er búinn að kljást við smávægileg meiðsli þannig ég veit ekki hversu lengi hann heldur út. Við látum hann spila eins lengi og hann hefur kraft."

„Ægir er búinn að spila meira og minna alla leikina og Theódór Elmar er búinn að æfa með okkur í rúman mánuð og lítur alltaf betur og betur út. Við vildum fá hann inn í liðið til að halda boltanum aðeins betur,"
sagði Rúnar við Stöð 2 Sport fyrir leikinn í kvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner