Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mán 26. júlí 2021 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Árni: Ég er þakklátur og glaður
Stefán Árni í leik gegn Víkingum.
Stefán Árni í leik gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson kom inn í byrjunarlið KR og átti stórleik þegar KR-ingar völtuðu yfir Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld, 4-0.

Stefán Árni kom inn í liðið þar sem Kjartan Henry Finnbogason var í banni og hann gaf þjálfara sínum hausverk fyrir næsta liðsval.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

„Ég er þakklátur og glaður. Það er gaman að fá að spila. Þetta var flott frammistaða hjá öllum í liðinu; gaman að skora fjögur og halda hreinu," sagði Stefán Árni.

„Það var hreint út sagt brilljant að spila þennan leik. Ég var búinn að bíða eftir því. Mjög skemmtilegt."

Theódór Elmar Bjarnason og Kjartan Henry eru mættir í lið KR. Hvernig er að fá þessa fyrrum landsliðsmenn inn í hópinn?

„Það er algjör snilld. Þeir koma inn með hax gæði eins og sást í dag. Kjartan, það er alvöru ástríða í þeim manni. Það er mjög gaman að þeim báðum."

„Ég vil 100 prósent vera að spila meira. Þetta er undir mér komið," sagði Stefán.

Allt viðtalið við hann er hér að ofan.
Athugasemdir
banner