Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 26. júlí 2021 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Árni: Ég er þakklátur og glaður
Stefán Árni í leik gegn Víkingum.
Stefán Árni í leik gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson kom inn í byrjunarlið KR og átti stórleik þegar KR-ingar völtuðu yfir Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld, 4-0.

Stefán Árni kom inn í liðið þar sem Kjartan Henry Finnbogason var í banni og hann gaf þjálfara sínum hausverk fyrir næsta liðsval.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

„Ég er þakklátur og glaður. Það er gaman að fá að spila. Þetta var flott frammistaða hjá öllum í liðinu; gaman að skora fjögur og halda hreinu," sagði Stefán Árni.

„Það var hreint út sagt brilljant að spila þennan leik. Ég var búinn að bíða eftir því. Mjög skemmtilegt."

Theódór Elmar Bjarnason og Kjartan Henry eru mættir í lið KR. Hvernig er að fá þessa fyrrum landsliðsmenn inn í hópinn?

„Það er algjör snilld. Þeir koma inn með hax gæði eins og sást í dag. Kjartan, það er alvöru ástríða í þeim manni. Það er mjög gaman að þeim báðum."

„Ég vil 100 prósent vera að spila meira. Þetta er undir mér komið," sagði Stefán.

Allt viðtalið við hann er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner