Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. ágúst 2021 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Blikar jöfnuðu Keflavík í lokin
Keflavík klifrar af fallsvæðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 1 - 1 Breiðablik
1-0 Kristín Dís Árnadóttir ('4, sjálfsmark)
1-1 Selma Sól Magnúsdóttir ('88)

Lestu um leikinn

Fallbaráttulið Keflavíkur fékk stórveldi Breiðabliks í heimsókn í eina leik kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna.

Leikurinn fór af stað með ansi skrautlegu marki þar sem Blikastúlkur reyndu að hreinsa frá marki en knötturinn hæfði Kristínu Dís Árnadóttur sem skoraði óheppilegt sjálfsmark og þurfti aðhlynningu.

Blikar sóttu í sig veðrið en tókst ekki að koma knettinum í netið. Boltinn fór í tréverkið og Keflvíkingar björguðu á línu í bland við ýmis klúður á dauðafærum og héldu forystunni allt þar til á lokamínútunum.

Selma Sól Magnúsdóttir gerði þá jöfnunarmark þegar hún fylgdi eftir skoti Hildar Antonsdóttur. Einhverjir vildu sjá dæmda rangstöðu en markið stóð og mikilvægt stig í hús fyrir Keflavík.

Blikar sitja sem fastast í öðru sæti á meðan Keflavík er komið einu stigi fyrir ofan Fylki í fallbaráttunni þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner