Haukar 1 - 2 Selfoss
0-1 Gonzalo Zamorano Leon ('2 )
0-2 Gonzalo Zamorano Leon ('55 , víti)
1-2 Theodór Ernir Geirsson ('93 )
Lestu um leikinn
Selfoss er komið með annan fótinn upp í Lengjudeildina eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld.
Gonzalo Zamorano var hetja liðsins en hann skoraði bæði mörkin.
Hann skoraði fyrra markið strax í upphafi leiks og það seinna eftir skrítinn vítaspyrnudóm. Haukum tókst að klóra í bakkann í uppbótatíma en það var of seint.
Selfoss er á toppnum með níu stiga forystu á Þrótt Vogum sem situr í 3. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Haukar eru í 7. sæti.
Hvernig í ósköpunum dæmir Pétur víti þarna? ???? pic.twitter.com/yaeeylUley
— Birkir Ragnars (@Birkiorri) August 26, 2024
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir