Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 26. ágúst 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Selfoss með annan fótinn upp í Lengjudeildina - Skrítinn vítadómur
Selfyssingar í góðum málum
Selfyssingar í góðum málum
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Haukar 1 - 2 Selfoss
0-1 Gonzalo Zamorano Leon ('2 )
0-2 Gonzalo Zamorano Leon ('55 , víti)
1-2 Theodór Ernir Geirsson ('93 )
Lestu um leikinn


Selfoss er komið með annan fótinn upp í Lengjudeildina eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld.

Gonzalo Zamorano var hetja liðsins en hann skoraði bæði mörkin.

Hann skoraði fyrra markið strax í upphafi leiks og það seinna eftir skrítinn vítaspyrnudóm. Haukum tókst að klóra í bakkann í uppbótatíma en það var of seint.

Selfoss er á toppnum með níu stiga forystu á Þrótt Vogum sem situr í 3. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Haukar eru í 7. sæti.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner