Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 26. ágúst 2024 21:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Örvar skoraði í mikilvægum sigri gegn gömlu félögunum
Örvar Eggertsson
Örvar Eggertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 2 - 0 HK
1-0 Örvar Eggertsson ('21 )
2-0 Óli Valur Ómarsson ('60 )
Lestu um leikinn


Stjarnan og HK mættust í mikilvægum leik í Garðabænum í kvöld en Stjarnan gat komist upp í efri hlutann með sigri en HK gat komist upp úr fallsæti með sigri.

Örvar Eggertsson, fyrrum leikmaður HK, sá til þess að Stjarnan var með forystu í hálfleik þegar hann skoraði af miklu harðfylgi um miðjan fyrri hálfleikinn.

Óli Valur Ómarsson átti skot í stöngina eftir klukkutíma leik en stuttu síðar hitti hann á markið og boltinn hafnaði í netinu.

HK sótti aðeins í sig veðrið og Ívar Örn Jónsson átti skot í slánna beint úr aukaspyrnu. Nær komust þeir ekki og sigur Stjörnunnar staðreynd.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner