Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 26. ágúst 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glasner: Johnstone má fara
Mynd: EPA

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, segir að markvörðurinn Sam Johnstone megi fara frá félaginu.


Dean Henderson hefur eignað sér byrjunarliðssætið í liðinu og Johnston vill fara frá félaginu. Johnstone var með treyju númer 1 á síðustu leiktíð en Henderson hefur fengið hana.

„Sam sagði okkur að hann vill fara svo ef hann finnur sér nýtt lið má hann fara," sagði Glasner.

Bournemouth, Southampton, Wolves, og Leicester hafa sýnt honum áhuga.


Athugasemdir
banner
banner