
Guðrún Arnardóttir var hetja Rosengard sem vann Hacken í toppslag í Svíþjóð í kvöld.
Hún skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik. Rosengard er á toppnum með 48 stig eftir 16 leiki. Liðið hefur spilað einum leik minna en Hammarby og Hacken sem eru í sætunum fyrir neðan og níu stigum á eftir.
Lyngby er aðeins með tvö stig í dönsku deildinni eftir sex umferðir en liðið tapaði 1-0 gegn Viborg í kvöld. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn.
Davíð Snær Jóhannsson spilaði 88. mínútur þegar Álasund tapaði 2-1 gegn Bryne í næst efstu deeild í Noregi. Liðið er með 18 stig eftir 20 umferðir í 14. sæti af 16.
Gísli Eyjólfsson lék allan leikinn þegar Halmstad tapaði 1-0 gegn Vasteras í sænsku deildinni. Birnir Snær Ingason var einnig í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 70. mínútu. Arnór Ingvi Traustason var tekinn af velli í hálfleik og Ísak Andri Sigurgeirsson eftir rúmlega klukkutíma leik þeegar Norrköping tapaði 2-1 gegn Mjallby.
Halmstad er í 13. sæti af 16 með 21 stig eftiir tuttugu umferðir en liðið hefur tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. Norrköping er í 11. sæti með 23 stig.