Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   mán 26. ágúst 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City samþykkir tilboð frá Al-Hilal
Mynd: Getty Images
Joao Cancelo er á förum frá Manchester City en enska félagið hefur samþykkt tilboð frá sádí arabíska félaginu Al-Hilal.

Tilboðið hljóðar upp á 21 milljón punda en Al Hilal hefur boðið Cancelo um 13 milljónir punda í árslaun og nú er þetta í höndum leikmannsins að samþykkja tilboðið.

Cancelo hefur ekki verið inn í myndinni hjá Guardiola undanfarið ár en hann var lánaður til Bayern í janúar á síðasta ári og var á láni hjá Barcelona á síðustu leiktíð. Hann hefur ekki verið í leikmannahópi City í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Cancelo gekk til liðs við City frá Juventus árið 2019 og lék 154 leiki og skoraði níu mörk fyrir enska liðið. Hann var þrisvar sinnum enskur meistari með liðinu.


Athugasemdir
banner
banner