Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   mán 26. ágúst 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja Guardiola hafa samþykkt að fá Orra Stein
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
The Athletic fjallaði um það í gærkvöldi að Englandsmeistarar Manchester City hefðu áhuga á íslenska landsliðsframherjanum Orra Steini Óskarssyni.

Orri Steinn er 19 ára gamall Seltirningur en hann hefur verið að gera það gott með FC Kaupmannahöfn í Danmörku síðustu tvö tímabil.

Það er talið að City sé að leita að framherja til að vera Erling Haaland til halds og trausts og þar sé Orri ofarlega á lista.

Vefsíðan Caught Offside fjallar svo um það í morgun að City hafi verið með njósnara á mörgum leikjum hjá Orra undanfarið og þar segir jafnframt að Pep Guardiola, stjóri City, sé búinn að samþykkja það að fá Orra til félagsins.

City hefur heillast af hæfileikum Orra en talið er að FCK vilji fá um 20 milljónir evra fyrir hann.

Önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig sýnt Orra áhuga og þá eru Girona, Porto og Stuttgart með í baráttunni um undirskrift hans. Hann er mjög eftirsóttur eftir að hafa byrjað yfirstandandi tímabil af krafti.
Athugasemdir
banner
banner
banner