Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 26. ágúst 2024 10:36
Elvar Geir Magnússon
Þjóðadeildin að hefjast og Hareide kynnir hóp á miðvikudag
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson og Age Hareide.
Davíð Snorri Jónasson og Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar á miðvikudaginn en þá verður opinberaður leikmannahópur Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, við Svartfjallaland á heimavelli 6. september og Tyrkland á útivelli 9. september.

Á fundinum situr landsliðsþjálfarinn Age Hareide fyrir svörum.

Hareide má ekki velja Albert Guðmundsson í hópinn en spurning er hvort Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn. Í viðtali við Fótbolta.net í gær vildi Gylfi ekkert gefa upp um það hvort hann hafi fengið veður af því hvort hann yrði í þeim hóp eða ekki: „Við verðum bara að bíða og sjá til, vonandi."

Eins og áður segir er Ísland í riðli með Svartfjallalandi og Tyrklandi en einnig er Wales í riðlinum. Miðasala á leikinn gegn Svartfjallalandi er farin af stað og einnig er mótsmiðasala í gangi en nánari upplýsingar eru hér.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner