
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Þrótt.
Vilhjálmur er alinn upp í Þrótt en hann spilaði með KV frá 2018-2023 áður en hann snéri aftur heim í Þrótt í vetur.
Hann hefur leikið 136 leiki á ferlinum og skorað 29 mörk. Hann hefur leikið 15 leiki í Lengjudeildinni í sumar og skorað þrjú mörk.
„Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir okkur Þróttara. Villi lék frábærlega með Þrótti á þessu tímabili og mun án nokkurs vafa halda áfram að skemmta okkur eins og honum einum er lagið. Þessi samningur við hann staðfestir enn og aftur stefnu stjórnar knd. Þróttar um að byggja sem mest á uppöldum leikmönnum og mynda með þeim sterka liðsheild til framtíðar," sagði Kristján Kristjánsson formaður Knattspyrnudeildar Þróttar.
Þróttur er í baráttu um að komast í umspil um sæti í Bestu deildinni en næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Grindavík á fimmtudaginn.