Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   lau 26. september 2020 16:07
Ívan Guðjón Baldursson
England: Umdeild vítaspyrna tryggði Everton þriðja sigurinn í röð
Crystal Palace 1 - 2 Everton
0-1 Dominic Calvert-Lewin ('10)
1-1 Cheickhou Kouyate ('26)
1-2 Richarlison ('40, víti)

Crystal Palace tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og úr varð hörkuleikur. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðasta stundarfjórðunginn í liði Everton, hann kom inn á miðjuna fyrir Andre Gomes á 76. mínútu.

Dominic Calvert-Lewin er funheitur á upphafi tímabils og kom hann gestunum yfir snemma leiks eftir sendingu frá Seamus Coleman. Cheickhou Kouyate jafnaði stundarfjórðungi síðar með skalla eftir hornspyrnu.

Everton var betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk afar umdeilda og í raun frekar fáránlega vítaspyrnu þegar skalli Lucas Digne fór í hendi Joel Ward innan teigs. Skalli Digne var á leið til Richarlison sem var í rangstöðu þegar sendingin fór af stað. Richarlison steig á vítapunktinn og skoraði örugglega.

Hvorugu liði tókst að skora í síðari hálfleik þrátt fyrir hálffæri á báða bóga og niðurstaðan sanngjarn sigur Everton, sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Crystal Palace er með sex stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir