Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   lau 26. september 2020 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nonni: Væri bara að skjóta sig í fótinn að afskrifa Grindavík og ÍBV
Lengjudeildin
Nonni var sáttur með þrjú stig á Þórsvelli.
Nonni var sáttur með þrjú stig á Þórsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábært að vinna hérna - Þór erfitt lið, einn af erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, eftir sigur á Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

Fram skoraði fyrra mark leiksins snemma í fyrri hálfleik og seinna mark leiksins kom í seinni hálfleik. Liðið er ósigrað á útivelli í sumar.

„Mér finnst heilt yfir, alveg sama á hvaða velli við spilum, þá líður manni alltaf eins og við getum unnið leikinn. Við erum þannig lið og það er karakterinn og hugarfarið í liðinu. Það er enginn galdur á bakvið [þennan útivallarárangur]."

Vindurinn hafði áhrif á leikinn í dag. Þórsarar léku gegn vindi í seinni hálfleik en náðu að hemja boltann þokkalega án þess þó að valda gestunum miklum vandræðum.

„Mér fannst Þórsararnir leysa vindinn betur, settu mikla pressu á okkur og við þurftum að hafa fyrir því þó vindurinn væri í bakið á okkur. Þórsararnir urðu að sækja sigur og eðlilega komu þeir framar í seinni hálfleik."

Spjaldað fyrir „sáralítið og jafnvel minna en það"
Leikurinn var ekki mjög grófur en samt litu tíu gul spjöld og eitt rautt dagsins ljós.

„Dómarinn stóð sig vel í dag en fullmikið af spjöldum. Mér fannst spjöld fyrir sáralítið og jafnvel minna en það. Dómarinn hefði alveg getað komist upp með að spjalda minna í leiknum og það á við bæði lið."

Afskrifar ekki Grindavík og ÍBV
Framarar eru í hörkubaráttu við Keflavík og Leikni R. um tvö sæti í efstu deild að ári. ÍBV og Grindavík eru svo næstu lið fyrir neðan.

„Þetta verður vonandi fram á síðustu stundu og allir fá allt fyrir peninginn. Við ætlum að vera þarna og erum eitt af efstu þremur liðunum. Við afskrifum ekki Grindavík eða ÍBV í baráttunni. Það væri bara að skjóta sig í fótinn held ég."

Nonni var einnig spurður út í breytingar á liðinu fyrir leik, það sem hann var ánægðastur með í leik síns liðs og uppspil þegar hans lið tók markspyrnur gegn vindi í fyrri hálfleik. Nonni ræðir það í spilaranum hér að ofan þar sem viðtalið má sjá í heild sinni.
Athugasemdir