Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   lau 26. september 2020 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nonni: Væri bara að skjóta sig í fótinn að afskrifa Grindavík og ÍBV
Lengjudeildin
Nonni var sáttur með þrjú stig á Þórsvelli.
Nonni var sáttur með þrjú stig á Þórsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábært að vinna hérna - Þór erfitt lið, einn af erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, eftir sigur á Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

Fram skoraði fyrra mark leiksins snemma í fyrri hálfleik og seinna mark leiksins kom í seinni hálfleik. Liðið er ósigrað á útivelli í sumar.

„Mér finnst heilt yfir, alveg sama á hvaða velli við spilum, þá líður manni alltaf eins og við getum unnið leikinn. Við erum þannig lið og það er karakterinn og hugarfarið í liðinu. Það er enginn galdur á bakvið [þennan útivallarárangur]."

Vindurinn hafði áhrif á leikinn í dag. Þórsarar léku gegn vindi í seinni hálfleik en náðu að hemja boltann þokkalega án þess þó að valda gestunum miklum vandræðum.

„Mér fannst Þórsararnir leysa vindinn betur, settu mikla pressu á okkur og við þurftum að hafa fyrir því þó vindurinn væri í bakið á okkur. Þórsararnir urðu að sækja sigur og eðlilega komu þeir framar í seinni hálfleik."

Spjaldað fyrir „sáralítið og jafnvel minna en það"
Leikurinn var ekki mjög grófur en samt litu tíu gul spjöld og eitt rautt dagsins ljós.

„Dómarinn stóð sig vel í dag en fullmikið af spjöldum. Mér fannst spjöld fyrir sáralítið og jafnvel minna en það. Dómarinn hefði alveg getað komist upp með að spjalda minna í leiknum og það á við bæði lið."

Afskrifar ekki Grindavík og ÍBV
Framarar eru í hörkubaráttu við Keflavík og Leikni R. um tvö sæti í efstu deild að ári. ÍBV og Grindavík eru svo næstu lið fyrir neðan.

„Þetta verður vonandi fram á síðustu stundu og allir fá allt fyrir peninginn. Við ætlum að vera þarna og erum eitt af efstu þremur liðunum. Við afskrifum ekki Grindavík eða ÍBV í baráttunni. Það væri bara að skjóta sig í fótinn held ég."

Nonni var einnig spurður út í breytingar á liðinu fyrir leik, það sem hann var ánægðastur með í leik síns liðs og uppspil þegar hans lið tók markspyrnur gegn vindi í fyrri hálfleik. Nonni ræðir það í spilaranum hér að ofan þar sem viðtalið má sjá í heild sinni.
Athugasemdir
banner