Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 26. september 2023 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís og Arnar Sif í leikslok.
Glódís og Arnar Sif í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er mikið af tilfinningum, ég er gríðarlega svekkt.Kannski ekki endilega með úrslitin þetta er ekki leikurinn sem ég bjóst við að koma í og taka þrjú stig en ég er svekkt... ég veit ekki hvort ég get sagt með frammistöðuna eða að við værum ekki nær en við héldum fyrir leik„" sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 4 - 0 tap ytra gegn Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Eins og ég sagði í öllum við tölum fyrir leik þá vissi ég alveg að við værum að spila við frábæra einstaklinga og ef við myndum ekki mæta þeim 100% þá myndi það skína í gegn. Mér fannst það gerast í dag, öll mörkin nema vítið er gríðarleg einstaklingsgæði sem við leyfum þeim að ná fram. Það þurfum við að læra af þessum leik."

„Það er hægt að koma í veg fyrir öll mörk held ég. Fyrsta markið er frábært og vel gert hjá henni en að sama skapi ná þær að koma okkur að óvörum. Þær eiga fast leikatriði og við erum ekki í skipulagi og náum ekki að hreinsa boltann þegar hann kemur inn. Þá höldum við ekki okkar skipulagi og því sem við viljum. Þær nýta sér það og fá töluvert sjálfstraust og spila mun betur en áður en þær skoruðu markið. Við töpuðum á móti betra liði og þurfum bara að læra af þessu."


Nánar er rætt við Glódísi í viðtalinu hér að ofan. Hún segir að Ísland ætli að vinna þær í seinni leiknum á Íslandi í október en þá mætum við Dönum líka.

„Við þurfum að leggja mikið uppúr að heimavöllurinn okkar verði vígi þar sem verður ekki auðvelt fyrir neinn að koma. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni. Við steinliggjum fyrir Þýskalandi í dag og Danmörk vinnur Þýskaland. Við erum að fara í gríðarlega erfiðan glugga og margt sem við getum horft til í leiknum í dag og lært af. Vonandi mætum við töluvert betri í þann glugga og við vitum að við þurfum að gera það."
Athugasemdir
banner