Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 26. september 2023 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís og Arnar Sif í leikslok.
Glódís og Arnar Sif í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er mikið af tilfinningum, ég er gríðarlega svekkt.Kannski ekki endilega með úrslitin þetta er ekki leikurinn sem ég bjóst við að koma í og taka þrjú stig en ég er svekkt... ég veit ekki hvort ég get sagt með frammistöðuna eða að við værum ekki nær en við héldum fyrir leik„" sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 4 - 0 tap ytra gegn Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Eins og ég sagði í öllum við tölum fyrir leik þá vissi ég alveg að við værum að spila við frábæra einstaklinga og ef við myndum ekki mæta þeim 100% þá myndi það skína í gegn. Mér fannst það gerast í dag, öll mörkin nema vítið er gríðarleg einstaklingsgæði sem við leyfum þeim að ná fram. Það þurfum við að læra af þessum leik."

„Það er hægt að koma í veg fyrir öll mörk held ég. Fyrsta markið er frábært og vel gert hjá henni en að sama skapi ná þær að koma okkur að óvörum. Þær eiga fast leikatriði og við erum ekki í skipulagi og náum ekki að hreinsa boltann þegar hann kemur inn. Þá höldum við ekki okkar skipulagi og því sem við viljum. Þær nýta sér það og fá töluvert sjálfstraust og spila mun betur en áður en þær skoruðu markið. Við töpuðum á móti betra liði og þurfum bara að læra af þessu."


Nánar er rætt við Glódísi í viðtalinu hér að ofan. Hún segir að Ísland ætli að vinna þær í seinni leiknum á Íslandi í október en þá mætum við Dönum líka.

„Við þurfum að leggja mikið uppúr að heimavöllurinn okkar verði vígi þar sem verður ekki auðvelt fyrir neinn að koma. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni. Við steinliggjum fyrir Þýskalandi í dag og Danmörk vinnur Þýskaland. Við erum að fara í gríðarlega erfiðan glugga og margt sem við getum horft til í leiknum í dag og lært af. Vonandi mætum við töluvert betri í þann glugga og við vitum að við þurfum að gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner