Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
   þri 26. september 2023 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís og Arnar Sif í leikslok.
Glódís og Arnar Sif í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er mikið af tilfinningum, ég er gríðarlega svekkt.Kannski ekki endilega með úrslitin þetta er ekki leikurinn sem ég bjóst við að koma í og taka þrjú stig en ég er svekkt... ég veit ekki hvort ég get sagt með frammistöðuna eða að við værum ekki nær en við héldum fyrir leik„" sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 4 - 0 tap ytra gegn Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Eins og ég sagði í öllum við tölum fyrir leik þá vissi ég alveg að við værum að spila við frábæra einstaklinga og ef við myndum ekki mæta þeim 100% þá myndi það skína í gegn. Mér fannst það gerast í dag, öll mörkin nema vítið er gríðarleg einstaklingsgæði sem við leyfum þeim að ná fram. Það þurfum við að læra af þessum leik."

„Það er hægt að koma í veg fyrir öll mörk held ég. Fyrsta markið er frábært og vel gert hjá henni en að sama skapi ná þær að koma okkur að óvörum. Þær eiga fast leikatriði og við erum ekki í skipulagi og náum ekki að hreinsa boltann þegar hann kemur inn. Þá höldum við ekki okkar skipulagi og því sem við viljum. Þær nýta sér það og fá töluvert sjálfstraust og spila mun betur en áður en þær skoruðu markið. Við töpuðum á móti betra liði og þurfum bara að læra af þessu."


Nánar er rætt við Glódísi í viðtalinu hér að ofan. Hún segir að Ísland ætli að vinna þær í seinni leiknum á Íslandi í október en þá mætum við Dönum líka.

„Við þurfum að leggja mikið uppúr að heimavöllurinn okkar verði vígi þar sem verður ekki auðvelt fyrir neinn að koma. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni. Við steinliggjum fyrir Þýskalandi í dag og Danmörk vinnur Þýskaland. Við erum að fara í gríðarlega erfiðan glugga og margt sem við getum horft til í leiknum í dag og lært af. Vonandi mætum við töluvert betri í þann glugga og við vitum að við þurfum að gera það."
Athugasemdir
banner