Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 26. september 2023 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís og Arnar Sif í leikslok.
Glódís og Arnar Sif í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er mikið af tilfinningum, ég er gríðarlega svekkt.Kannski ekki endilega með úrslitin þetta er ekki leikurinn sem ég bjóst við að koma í og taka þrjú stig en ég er svekkt... ég veit ekki hvort ég get sagt með frammistöðuna eða að við værum ekki nær en við héldum fyrir leik„" sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 4 - 0 tap ytra gegn Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Eins og ég sagði í öllum við tölum fyrir leik þá vissi ég alveg að við værum að spila við frábæra einstaklinga og ef við myndum ekki mæta þeim 100% þá myndi það skína í gegn. Mér fannst það gerast í dag, öll mörkin nema vítið er gríðarleg einstaklingsgæði sem við leyfum þeim að ná fram. Það þurfum við að læra af þessum leik."

„Það er hægt að koma í veg fyrir öll mörk held ég. Fyrsta markið er frábært og vel gert hjá henni en að sama skapi ná þær að koma okkur að óvörum. Þær eiga fast leikatriði og við erum ekki í skipulagi og náum ekki að hreinsa boltann þegar hann kemur inn. Þá höldum við ekki okkar skipulagi og því sem við viljum. Þær nýta sér það og fá töluvert sjálfstraust og spila mun betur en áður en þær skoruðu markið. Við töpuðum á móti betra liði og þurfum bara að læra af þessu."


Nánar er rætt við Glódísi í viðtalinu hér að ofan. Hún segir að Ísland ætli að vinna þær í seinni leiknum á Íslandi í október en þá mætum við Dönum líka.

„Við þurfum að leggja mikið uppúr að heimavöllurinn okkar verði vígi þar sem verður ekki auðvelt fyrir neinn að koma. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni. Við steinliggjum fyrir Þýskalandi í dag og Danmörk vinnur Þýskaland. Við erum að fara í gríðarlega erfiðan glugga og margt sem við getum horft til í leiknum í dag og lært af. Vonandi mætum við töluvert betri í þann glugga og við vitum að við þurfum að gera það."
Athugasemdir
banner