Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   þri 26. september 2023 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís og Arnar Sif í leikslok.
Glódís og Arnar Sif í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er mikið af tilfinningum, ég er gríðarlega svekkt.Kannski ekki endilega með úrslitin þetta er ekki leikurinn sem ég bjóst við að koma í og taka þrjú stig en ég er svekkt... ég veit ekki hvort ég get sagt með frammistöðuna eða að við værum ekki nær en við héldum fyrir leik„" sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 4 - 0 tap ytra gegn Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Eins og ég sagði í öllum við tölum fyrir leik þá vissi ég alveg að við værum að spila við frábæra einstaklinga og ef við myndum ekki mæta þeim 100% þá myndi það skína í gegn. Mér fannst það gerast í dag, öll mörkin nema vítið er gríðarleg einstaklingsgæði sem við leyfum þeim að ná fram. Það þurfum við að læra af þessum leik."

„Það er hægt að koma í veg fyrir öll mörk held ég. Fyrsta markið er frábært og vel gert hjá henni en að sama skapi ná þær að koma okkur að óvörum. Þær eiga fast leikatriði og við erum ekki í skipulagi og náum ekki að hreinsa boltann þegar hann kemur inn. Þá höldum við ekki okkar skipulagi og því sem við viljum. Þær nýta sér það og fá töluvert sjálfstraust og spila mun betur en áður en þær skoruðu markið. Við töpuðum á móti betra liði og þurfum bara að læra af þessu."


Nánar er rætt við Glódísi í viðtalinu hér að ofan. Hún segir að Ísland ætli að vinna þær í seinni leiknum á Íslandi í október en þá mætum við Dönum líka.

„Við þurfum að leggja mikið uppúr að heimavöllurinn okkar verði vígi þar sem verður ekki auðvelt fyrir neinn að koma. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni. Við steinliggjum fyrir Þýskalandi í dag og Danmörk vinnur Þýskaland. Við erum að fara í gríðarlega erfiðan glugga og margt sem við getum horft til í leiknum í dag og lært af. Vonandi mætum við töluvert betri í þann glugga og við vitum að við þurfum að gera það."
Athugasemdir
banner