Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
   þri 26. september 2023 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Sandra María í leiknum í kvöld.
Sandra María í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað erum við rosalega svekktar því við komum í þennan leik og ætluðum okkur stóra hluti," sagði Sandra María Jessen vængbakvörður Íslands eftir 4 - 0 tap gegn Þýskalandi ytra í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Það er búið að vera erfitt gengi hjá Þýskalandi í undanförnum leikjum. Við fórum í þennan leik og ætluðum okkur stig en það fór ekki þannig í dag og við töpuðum fyrir betra liði."

Þjóðverjar töpuðu fyrir Danmörku 2-0 á dögunum og því var búist við þeim dýrvitlausum í kvöld.

„Já það er búið að vera rosalega erfitt gengi hjá þeim og ég fann alveg að það var extra mikið hungur hjá þeirra leikmönnum. Þær vildu sýna sig og sanna að þær séu betri en hefur gengið undanfarið. Við náðum ekki alveg að jafna það. Við spiluðum samt þéttan leik og vorum með lítið bil á milli lína og gerðum allt vel. Það vantaði aðeins upp á návígin og að vilja þetta meira. Þó leikurinn hafi farið svona í dag þá lærum við af því og nýtum okkur leikinn til að vera enn betri í næsta mánuði. Þá er nýr leikur á heimavelli."

Er ekki erfitt að tala um lærdóm eftir 4-0 tap? „Jú jú, auðvitað er erfitt að gera það en maður er svekktur. Það er engu hægt að breyta núna, ég get bara leyft mér að vera fúl í smástund en horfa svo á það sem við gerðum ekki nógu vel og það sem við getum breytt. Það er stutt í næsta leik á móti þeim í næsta verkefni. Við ætlum klárlega að reyna að ná í stig á móti þeim heima."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner