Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   þri 26. september 2023 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Sandra María í leiknum í kvöld.
Sandra María í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað erum við rosalega svekktar því við komum í þennan leik og ætluðum okkur stóra hluti," sagði Sandra María Jessen vængbakvörður Íslands eftir 4 - 0 tap gegn Þýskalandi ytra í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Það er búið að vera erfitt gengi hjá Þýskalandi í undanförnum leikjum. Við fórum í þennan leik og ætluðum okkur stig en það fór ekki þannig í dag og við töpuðum fyrir betra liði."

Þjóðverjar töpuðu fyrir Danmörku 2-0 á dögunum og því var búist við þeim dýrvitlausum í kvöld.

„Já það er búið að vera rosalega erfitt gengi hjá þeim og ég fann alveg að það var extra mikið hungur hjá þeirra leikmönnum. Þær vildu sýna sig og sanna að þær séu betri en hefur gengið undanfarið. Við náðum ekki alveg að jafna það. Við spiluðum samt þéttan leik og vorum með lítið bil á milli lína og gerðum allt vel. Það vantaði aðeins upp á návígin og að vilja þetta meira. Þó leikurinn hafi farið svona í dag þá lærum við af því og nýtum okkur leikinn til að vera enn betri í næsta mánuði. Þá er nýr leikur á heimavelli."

Er ekki erfitt að tala um lærdóm eftir 4-0 tap? „Jú jú, auðvitað er erfitt að gera það en maður er svekktur. Það er engu hægt að breyta núna, ég get bara leyft mér að vera fúl í smástund en horfa svo á það sem við gerðum ekki nógu vel og það sem við getum breytt. Það er stutt í næsta leik á móti þeim í næsta verkefni. Við ætlum klárlega að reyna að ná í stig á móti þeim heima."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner