Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 26. október 2024 20:07
Brynjar Óli Ágústsson
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
<b>Finnur Orri Margeirsson, leikmaður FH.</b>
Finnur Orri Margeirsson, leikmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta súmerar svolítið upp úrslitakeppnina hjá okkur sem fór kannski ekki alveg nógu vel. Við lítum mjög vel út á tímabili og góður ritmi á okkar leik á köflum yfir sumarið. En tímabilið klárast og það þarf bara að gera þetta upp,'' segir Finnur Orri Margeirsson, leikmaður FH, eftir 3-2 tap gegn Stjörnuna í seinustu umferð Bestu deildar árið 2024.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 FH

FH ná að jafna tvisvar sinnum í leiknum, en í loka kafla leiksins skora Stjarnan mark og sigrar þar með leikinn.

„Það var margt gott, við lögðum upp með ákveðna hluti sem tókust ágætlega, svo erum við að spila á móti ágætis Stjörnu liði,''

Þar sem tímabilið er að klárast var spurt um Finn um hans mat á sína eigin frammikstöðu á þessu tímabili.

„Þetta er búið að vera allskonar tímabili. Svolítið erfitt fyrir mig persónulega. Það byrjaði vel og mér fannst persónulega mín frammistaða góð framan af og svo lendi ég í meiðslum sem voru erfið að vinna sér upp úr,''

Finnur var spurður út í hans framtíð eftir þetta tímabil.

„Ég verð ekki áfram hjá FH, það er nokkuð ljóst. Maður tekur sér smá tíma núna eftir tímabilið og leyfir þessu tímabili að settlast og horfi síðan á hvað maður langi að gera.'' segir Finnur Orri í lokinn. 

Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner