„Ég er bara að taka þetta allt inn.'' segir Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna, eftir 3-2 sigur gegn FH í seinustu umferð Bestu deildar árið 2024.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 2 FH
„Gaman að vinna og enda með marki. Gaman að kveðja strákana og bara allt ótrúlega skemmtilegt.''
Það var spilað kveðjumyndband í lok leikins í stúkunni eftir leik til að kveðja Hilmar, Þórarinn og Daníel sem voru að spila þeirra seinasta leik fyrir Stjörnunni.
„Þetta var tilfinningaríkt, hefði mátt vera aðeins styttra, maður er ennþá að ná kuldanum út úr sér. Þetta var auðvitað bara eina leiðin til að heiðra svona einstakling eins og Daníel Laxdal. Þetta er einsdæmi í íslenskri knattspyrnu, jafnvel víðar og ég held og vona að allir átti sér á því, ég er ekkert viss að við sjáum þetta aftur. Þetta er einstakur drengur og algjör goðsögn,''
„Maður er að reyna að loka heilum ferli og þá er maður að hugsa um þetta allt. Sigrana og töpin og öll þau lið og allar þær manneskjur sem maður hefur fengið að kynnast í þessu,''
Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni fyrir ofan.
Hilmar var spurður í lokinn hvað kemur við hjá honum eftir ferlinu.
„Ég ætla að demba mér út í þjálfun hérna hjá Stjörnunni og ég er ógeðslega spenntur fyrir því,'' segir Hilmar Árni í lokin.