Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   lau 26. október 2024 20:49
Brynjar Óli Ágústsson
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
<b>Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna.</b>
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara að taka þetta allt inn.'' segir Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna, eftir 3-2 sigur gegn FH í seinustu umferð Bestu deildar árið 2024.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 FH

„Gaman að vinna og enda með marki. Gaman að kveðja strákana og bara allt ótrúlega skemmtilegt.''

Það var spilað kveðjumyndband í lok leikins í stúkunni eftir leik til að kveðja Hilmar, Þórarinn og Daníel sem voru að spila þeirra seinasta leik fyrir Stjörnunni.

„Þetta var tilfinningaríkt, hefði mátt vera aðeins styttra, maður er ennþá að ná kuldanum út úr sér. Þetta var auðvitað bara eina leiðin til að heiðra svona einstakling eins og Daníel Laxdal. Þetta er einsdæmi í íslenskri knattspyrnu, jafnvel víðar og ég held og vona að allir átti sér á því, ég er ekkert viss að við sjáum þetta aftur. Þetta er einstakur drengur og algjör goðsögn,''

„Maður er að reyna að loka heilum ferli og þá er maður að hugsa um þetta allt. Sigrana og töpin og öll þau lið og allar þær manneskjur sem maður hefur fengið að kynnast í þessu,''

Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni fyrir ofan.

Hilmar var spurður í lokinn hvað kemur við hjá honum eftir ferlinu.

„Ég ætla að demba mér út í þjálfun hérna hjá Stjörnunni og ég er ógeðslega spenntur fyrir því,'' segir Hilmar Árni í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner