banner
   fös 26. nóvember 2021 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Legia slógust við lögregluna
Stuðningsmenn Legia Varsjá eru blóðheitir
Stuðningsmenn Legia Varsjá eru blóðheitir
Mynd: Getty Images
Legia Varsjá tapaði gegn Leicester á útivelli í Evrópudeildinni í gær.

Leikurinn endaði 3-1 en Patson Daka, James Maddison og Wilfried Ndidi skoruðu mörk Leicester.

Stuðningsmenn Legia voru með læti en þeir kveiktu í blysum og mikill reykur myndaðist á vellinum. Svo urðu mikil læti og stuðningsmennirnir réðust að lögreglumönnum.

Það gekk illa að róa mannskapinn og það þurfti 100 lögreglumenn til að halda stuðningsmönnum Legia í stúkunni á meðan stuðningsmenn Leicester yfirgáfu leikvanginn að leik loknum.




Athugasemdir
banner
banner
banner