Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. nóvember 2022 17:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ungur Norðmaður aðstoðar Rúnar hjá KR
Mynd: KR - Facebook

KR hefur ráðið nýjan aðstoðarþjálfara en um er að ræða norðmanninn Ole Martin Nesselquist. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.


Nessequist kemur til liðsisn frá Viking í Noregi þar sem hann var aðstoðarþjálfari. Hann er aðeins 29 ára gamall en hann hefur þó þjálfað í deildakeppni í Noregi í fjölda ára. Hann var aðalþjálfari Trossvik og kom liðinu upp um deild á sínu fyrsta tímabili þá aðeins 19 ára gamall.

„Við hjá KR erum gífurlega ánægð að hafa náð að sannfæra Ole Martin um að koma til Íslands. Reynsla og menntun Ole Martin tala sínu máli og væntir KR mikils af honum. Hann er af mörgum álitinn einn allra efnilegasti þjálfari Noregs og ljóst erum að fá mikla þekkingu inn í félagið með honum. Hann hefur bæði þjálfað sjálfur meistaraflokka í deildarkeppni sem og svo hefur hann einnig reynslu af því að vera aðstoðarþjálfari á hæsta stigi í Noregi," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks KR.

Nesselquist er með æðstu þjálfaragráðu UEFA, UEFA Pro. Hann mun hefja störf hjá félaginu í janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner