Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 27. janúar 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekki miklar líkur á því að Arthur endi í Arsenal
Arthur
Arthur
Mynd: Getty Images
David Ornstein, blaðamaður hjá Athletic, telur ekki miklar líkur á því að brasilíski miðjumaðurinn Arthur gangi til liðs við Arsenal fyrir gluggalok.

Arsenal hefur síðustu daga verið í viðræðum við Juventus um Arthur en félagið vill fá hann á láni út þetta tímabil.

Ósk Juventus var að lána hann í eitt og hálft ár. Edu, sem sér um leikmannamál hjá Arsenal, og Federico Cherubini, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, náðu samkomulagi um það.

Arsenal fengi þá 40 milljón evra forkaupsrétt á þessum 25 ára gamla miðjumanni.

Stjórn Arsenal er hins vegar ekki sannfærð og eins og staðan er í dag þá mun Arthur ekki ganga til liðs við félagið.
Athugasemdir
banner
banner