Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   fös 27. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Erfitt fyrir Bayern og Dortmund
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Átjánda umferð þýska deildartímabilsins fer fram um helgina. Tímabilið þar í landi er hálfnað og eru margfaldir Þýskalandsmeistarar FC Bayern með þriggja stiga forystu eftir að hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum.


Helgin hefst á skemmtilegri viðureign í kvöld þar sem RB Leipzig tekur á móti fallbaráttuliði Stuttgart. Heimamenn í Leipzig sitja í þriðja sæti sem stendur, fjórum stigum eftir Bayern.

Bayern á erfiðan leik á morgun, laugardag, þegar Eintracht Frankfurt kíkir í heimsókn. Frankfurt er í 4-6. sæti, aðeins fimm stigum frá Bæjörum í óvenju jafnri toppbaráttu.

Helginni lýkur með tveimur sunnudagsleikjum og þar á meðal er stórleikur í Leverkusen þar sem heimamenn í Bayer taka á móti Borussia Dortmund

Bæði lið hafa verið að spila undir væntingum á tímabilinu. Dortmund er í 4-6. sæti með 31 stig á meðan Leverkusen er aðeins með 24 stig eftir hörmulega byrjun. Leverkusen er þó komið á gott skrið og hefur unnið síðustu fimm deildarleiki sína í röð.

Föstudagur:
19:30 RB Leipzig - Stuttgart

Laugardagur:
14:30 Hoffenheim - Gladbach
14:30 Freiburg - Augsburg
14:30 Hertha - Union Berlin
14:30 Werder - Wolfsburg
14:30 Mainz - Bochum
17:30 Bayern - Eintracht Frankfurt

Sunnudagur:
14:30 Schalke 04 - Köln
16:30 Leverkusen - Dortmund


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 13 7 2 4 25 19 +6 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Hamburger 13 4 3 6 14 20 -6 15
14 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
15 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner