Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   mán 27. febrúar 2017 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Yngvi Borgþórs tekur við Skallagrími (Staðfest)
Yngvi Borgþórs tekur við Skallagrím
Yngvi Borgþórs tekur við Skallagrím
Mynd: Eyjafréttir - Júlíus Ingason
Skallagrímur ráðið til sín þjálfara fyrir komandi átök í 4. deildinni í sumar.

Það er enginn annar en reynsluboltinn Yngvi Borgþórsson sem tekur við liðinu og verður spilandi þjálfari.

Yngvi var spilandi þjálfari Einherja í 3. deild í fyrra en þar endaði liðið í 3. sæti.

Yngvi hefur leikið yfir 250 leiki á ferli sínum, en flestir þeirra voru með ÍBV.

Þá hafa þrír leikmenn gengið til liðs við Skallagrím á undanförnum dögum. Mateusz Sajdowski er nýlega kominn frá pólsku félagsliði.

Þá eru þeir Viktor Már Jónasson og Reynir Warner Lord einnig komnir til Skallagríms en þeir koma frá Dalvík
Athugasemdir